Þetta eru búin að vera frábær ár 10. október 2007 16:43 Ólafur átti það til að snúa út úr fyrir fjölmiðlamönnum - stundum sér til gamans Ólafur Jóhannesson hætti störfum sem þjálfari FH í dag. Vísir náði tali af Ólafi og spurði hann út í árin með FH, samskipti hans við fjölmiðla, eftirmanninn og sitt hvað fleira. "Það var nú ekki búið að brjótast lengi í mér að hætta en eftir því sem leið á mótið fór ég að hugsa meira um að hætta og mér fannst þetta bara fínn tímapunktur til að hætta núna. Maður var búinn að velta þessu fram og til baka en það er bara stutt síðan ég tók þessa ákvörðun," sagði Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist alls ekki loka á að þjálfa aftur í framtíðinni. "Ég er nú ekkert að hugsa um það núna en það getur vel verið að ég skoði eitthvað svoleiðis í framtíðinni. Núna er ég fyrst og fremst að venjast því að vera búinn að taka þessa ákvörðun." En hvernig tóku forráðamenn FH í ákvörðun hans að hætta? "Þeir tóku þessu bara eins og menn. Þeir þekkja mig orðið það vel að þeir vita að það er erfitt að snúa mér ef ég er búinn að bíta eitthvað í mig. Það var allt saman gert upp í góðu," sagði Ólafur og segist mjög ánægður með árin hjá FH. "Þetta eru búin að vera frábær ár. Ég hef auðvitað haft mjög góða leikmenn á þessum tíma og það er auðvitað fyrst og fremst þeim að þakka, en ég er búinn að vera umkringdur einstöku fólki hjá félaginu alveg frá þvottahúsinu og upp í stjórn. Það er lykillinn að velgengni liðsins," sagði Ólafur. Við spurðum Ólaf hvað stæði uppúr hjá honum á tímanum með FH. "Það er tvímannalaust fyrsti meistaratitilinn okkar. Það var minn fyrsti titill sem þjálfari í úrvalsdeild og fyrsti titill klúbbsins - en svo var auðvitað bikarsigurinn um daginn mjög skemmtilegur." Ólafur hefur átt það til að lenda í litlum rimmum við fjölmiðlamenn í gegn um tíðina og hefur stundum verið stuttur í spuna í viðtölum. Hann segist ekki erfa eitt eða neitt við fjölmiðlamenn og segist hafa haft gaman af samskiptum sínum við þá.Heimir á eftir að gera góða hlutiFH-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2005Mynd/Hari "Það hefur aldrei verið neitt mál hjá mér að vinna með fjölmiðlum. Ég neita því ekki að stundum hef ég ekki svarað þegar ég veit hver er að hringja og geymt það aðeins, en ég held að þetta samstarf hafi yfir höfuð verið frekar gott. Það er alveg sama hvort maður er að vinna eða tapa - þetta eru oft sömu spurningarnar sem koma út úr fjölmiðlamönnum hvort sem er og ég hef stundum aðeins verið að snúa út úr fyrir þeim - en það er bara gaman af því," sagði Ólafur léttur í bragði. Hann segist mjög ánægður með eftirmann sinn hjá FH, Heimir Guðjónsson. "Ég tel að FH hafi gert vel í því að halda Heimi og ég veit að hann á eftir að vinna gott starf. Hann er góður drengur og fær þjálfari og það er ekki nokkur vafi um það í mínum huga. Það verður erfitt fyrir hann að halda FH á toppnum en hann er fær þjálfari og á eflaust eftir að koma með nýjar og góðar áherslur inn í klúbbinn," sagði Ólafur. En er hann búinn að kenna honum öll trixin í bókinni? "Svona flest þeirra - hann veit orðið hvernig hann á að haga sér," sagði Ólafur og hló. "Hann er með gott lið og kemur með sínar áherslur inn í þetta og það er eflaust ekki verra en það sem ég var að gera." En hvað tekur nú við hjá Ólafi? "Það verða auðvitað viðbrigði að vera ekki í starfinu á næstu vikum því það er að mínu mati leiðinlegasti hlutinn af starfinu. Þá þarf að fara að tala við leikmenn og krúnka í mönnum og ég get viðurkennt að mér finnst það ekki gaman. Það er fínn plús að losna við það og ég ætla bara að skella mér til útlanda og láta mér líða vel. En svo veit maður aldrei hvað verður eftir það - það getur vel verið að maður verði strax kominn í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei hvað gerist á morgun - kannski sem betur fer," sagði Ólafur glettinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson hætti störfum sem þjálfari FH í dag. Vísir náði tali af Ólafi og spurði hann út í árin með FH, samskipti hans við fjölmiðla, eftirmanninn og sitt hvað fleira. "Það var nú ekki búið að brjótast lengi í mér að hætta en eftir því sem leið á mótið fór ég að hugsa meira um að hætta og mér fannst þetta bara fínn tímapunktur til að hætta núna. Maður var búinn að velta þessu fram og til baka en það er bara stutt síðan ég tók þessa ákvörðun," sagði Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist alls ekki loka á að þjálfa aftur í framtíðinni. "Ég er nú ekkert að hugsa um það núna en það getur vel verið að ég skoði eitthvað svoleiðis í framtíðinni. Núna er ég fyrst og fremst að venjast því að vera búinn að taka þessa ákvörðun." En hvernig tóku forráðamenn FH í ákvörðun hans að hætta? "Þeir tóku þessu bara eins og menn. Þeir þekkja mig orðið það vel að þeir vita að það er erfitt að snúa mér ef ég er búinn að bíta eitthvað í mig. Það var allt saman gert upp í góðu," sagði Ólafur og segist mjög ánægður með árin hjá FH. "Þetta eru búin að vera frábær ár. Ég hef auðvitað haft mjög góða leikmenn á þessum tíma og það er auðvitað fyrst og fremst þeim að þakka, en ég er búinn að vera umkringdur einstöku fólki hjá félaginu alveg frá þvottahúsinu og upp í stjórn. Það er lykillinn að velgengni liðsins," sagði Ólafur. Við spurðum Ólaf hvað stæði uppúr hjá honum á tímanum með FH. "Það er tvímannalaust fyrsti meistaratitilinn okkar. Það var minn fyrsti titill sem þjálfari í úrvalsdeild og fyrsti titill klúbbsins - en svo var auðvitað bikarsigurinn um daginn mjög skemmtilegur." Ólafur hefur átt það til að lenda í litlum rimmum við fjölmiðlamenn í gegn um tíðina og hefur stundum verið stuttur í spuna í viðtölum. Hann segist ekki erfa eitt eða neitt við fjölmiðlamenn og segist hafa haft gaman af samskiptum sínum við þá.Heimir á eftir að gera góða hlutiFH-ingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2005Mynd/Hari "Það hefur aldrei verið neitt mál hjá mér að vinna með fjölmiðlum. Ég neita því ekki að stundum hef ég ekki svarað þegar ég veit hver er að hringja og geymt það aðeins, en ég held að þetta samstarf hafi yfir höfuð verið frekar gott. Það er alveg sama hvort maður er að vinna eða tapa - þetta eru oft sömu spurningarnar sem koma út úr fjölmiðlamönnum hvort sem er og ég hef stundum aðeins verið að snúa út úr fyrir þeim - en það er bara gaman af því," sagði Ólafur léttur í bragði. Hann segist mjög ánægður með eftirmann sinn hjá FH, Heimir Guðjónsson. "Ég tel að FH hafi gert vel í því að halda Heimi og ég veit að hann á eftir að vinna gott starf. Hann er góður drengur og fær þjálfari og það er ekki nokkur vafi um það í mínum huga. Það verður erfitt fyrir hann að halda FH á toppnum en hann er fær þjálfari og á eflaust eftir að koma með nýjar og góðar áherslur inn í klúbbinn," sagði Ólafur. En er hann búinn að kenna honum öll trixin í bókinni? "Svona flest þeirra - hann veit orðið hvernig hann á að haga sér," sagði Ólafur og hló. "Hann er með gott lið og kemur með sínar áherslur inn í þetta og það er eflaust ekki verra en það sem ég var að gera." En hvað tekur nú við hjá Ólafi? "Það verða auðvitað viðbrigði að vera ekki í starfinu á næstu vikum því það er að mínu mati leiðinlegasti hlutinn af starfinu. Þá þarf að fara að tala við leikmenn og krúnka í mönnum og ég get viðurkennt að mér finnst það ekki gaman. Það er fínn plús að losna við það og ég ætla bara að skella mér til útlanda og láta mér líða vel. En svo veit maður aldrei hvað verður eftir það - það getur vel verið að maður verði strax kominn í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei hvað gerist á morgun - kannski sem betur fer," sagði Ólafur glettinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn