Vissi ekki um kaupréttinn 3. mars 2007 09:00 Stefán Hilmarsson bar vitni í Baugsmálinu í gær, í baksýn eru Sigurður Tómas Magnússon, sækjandi í málinu (til vinstri), og Jón Þór Ólason, aðstoðarmaður hans. MYND/GVA Endurskoðandi Baugs sem áritaði ársreikninga félagsins frá stofnun þess vissi ekki um kaupréttarákvæði í ráðningarsamningum þriggja æðstu stjórnenda félagsins, sem gerðir voru árið 1998, fyrr en síðla árs 2002, eftir að rannsókn lögreglu á Baugi var hafin. Þetta kom fram í vitnisburði Stefáns H. Hilmarssonar í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en Stefán var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG endurskoðun og áritaði ársreikninga Baugs frá árunum 1998 til 2002. Komið hefur fram við meðferð málsins í héraðsdómi að kaupréttarákvæði voru í ráðningarsamningum Baugs við þá Óskar Magnússon stjórnarformann, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra, og Tryggva Jónsson aðstoðarforstjóra, en samningarnir voru gerðir árið 1998. Einnig hefur komið fram að hluti kaupréttarákvæðanna var fullnustaður árið 1999. Jón Ásgeir sagði í skýrslutöku fyrir dómi að kaupréttarsamningar stjórnenda hefðu legið fyrir hjá KPMG, sem sá um greiðslur á launum og hlunnindum stjórnenda. Ákæruvaldið heldur því fram að vegna kaupréttarákvæðanna hafi hlutabréf í Baugi sem félagið átti sjálft, samtals fjögur prósent af bréfum í félaginu, verið færð á vörslureikning Baugs hjá Kaupþingi í Lúxemborg, sjálfstæðu dótturfélagi Kaupþings, og bókuð sem seld bréf í bókum Baugs. Stefán sagði í gær að hann hafi fengið að vita af kaupréttarákvæðunum, og að þau hafi að hluta til verið uppfyllt, í október 2002, en rannsókn lögreglu hófst seint í ágúst það sama ár. Upplýsingar um þessi kaupréttarákvæði hafi hann fengið frá innri endurskoðun Baugs. Á sama tíma hafi hann fengið að vita af vörslureikningnum í Kaupþingi Lúxemborg. Kaupréttarsamningarnir tengjast málinu þar sem í einum lið ákærunnar eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir ákærðir fyrir að færa sölu á hlutabréfum í Baugi á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg, en þau bréf voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarákvæðin. Segir í ákærunni að markmiðið hafi verið að draga dul á að stjórnendurnir væru raunverulegir viðtakendur. Fréttir Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira
Endurskoðandi Baugs sem áritaði ársreikninga félagsins frá stofnun þess vissi ekki um kaupréttarákvæði í ráðningarsamningum þriggja æðstu stjórnenda félagsins, sem gerðir voru árið 1998, fyrr en síðla árs 2002, eftir að rannsókn lögreglu á Baugi var hafin. Þetta kom fram í vitnisburði Stefáns H. Hilmarssonar í Baugsmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en Stefán var endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG endurskoðun og áritaði ársreikninga Baugs frá árunum 1998 til 2002. Komið hefur fram við meðferð málsins í héraðsdómi að kaupréttarákvæði voru í ráðningarsamningum Baugs við þá Óskar Magnússon stjórnarformann, Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóra, og Tryggva Jónsson aðstoðarforstjóra, en samningarnir voru gerðir árið 1998. Einnig hefur komið fram að hluti kaupréttarákvæðanna var fullnustaður árið 1999. Jón Ásgeir sagði í skýrslutöku fyrir dómi að kaupréttarsamningar stjórnenda hefðu legið fyrir hjá KPMG, sem sá um greiðslur á launum og hlunnindum stjórnenda. Ákæruvaldið heldur því fram að vegna kaupréttarákvæðanna hafi hlutabréf í Baugi sem félagið átti sjálft, samtals fjögur prósent af bréfum í félaginu, verið færð á vörslureikning Baugs hjá Kaupþingi í Lúxemborg, sjálfstæðu dótturfélagi Kaupþings, og bókuð sem seld bréf í bókum Baugs. Stefán sagði í gær að hann hafi fengið að vita af kaupréttarákvæðunum, og að þau hafi að hluta til verið uppfyllt, í október 2002, en rannsókn lögreglu hófst seint í ágúst það sama ár. Upplýsingar um þessi kaupréttarákvæði hafi hann fengið frá innri endurskoðun Baugs. Á sama tíma hafi hann fengið að vita af vörslureikningnum í Kaupþingi Lúxemborg. Kaupréttarsamningarnir tengjast málinu þar sem í einum lið ákærunnar eru þeir Tryggvi og Jón Ásgeir ákærðir fyrir að færa sölu á hlutabréfum í Baugi á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg, en þau bréf voru meðal annars notuð til að uppfylla kaupréttarákvæðin. Segir í ákærunni að markmiðið hafi verið að draga dul á að stjórnendurnir væru raunverulegir viðtakendur.
Fréttir Mest lesið Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Sjá meira