Lífið

Myspace til hjálpar

Ástralska söngkonan kynntist Calvin Harris á Myspace.
Ástralska söngkonan kynntist Calvin Harris á Myspace.

Ástralska poppstjarnan Kylie Minogue hefur fengið óvænta aðstoð af netinu fyrir sína næstu plötu. Kylie kynntist skoska lagahöfundinum Calvin Harris í gegnum Myspace-síðuna og fékk hann til að semja lög fyrir væntanlega plötu sína. „Hún hefur unnið nokkur lög með Calvin. Kylie heyrði það sem hann hafði gert og fannst það flott. Samstarf þeirra gengur vel,“ sagði talsmaður Kylie.

Calvin Harris, sem er einnig plötusnúður og upptökustjóri, sló í gegn á netinu með fyrsta smáskífulagi sínu, Acceptable in the 80"s. Kemur það út á vegum Sony hinn 12. mars. Auk þess að starfa með Kylie er Harris á leiðinni í tónleikaferð um Bretland þar sem hann hitar upp fyrir hljómsveitina Faith-less.

Kylie hefur unnið með ýmsum lagahöfundum í gegnum tíðina, þar á meðal Emilíönu Torrini, sem samdi fyrir hana lagið Slow ásamt upptökustjóranum Mr. Dan. Naut lagið mikilla vinsælda og var tilnefnt til Grammy-verðlaunanna árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.