Óskapleg einföldun að evran leysi öll mál 28. september 2007 14:36 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það óskaplega einföldun á flóknum veruleika að það leysi öll vandamál að kasta krónunni. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka fiskvinnuslustöðva í dag. Einar fjallaði meðal annars um áhrif niðurskurðar þorskkvóta á efnahagslífið og sagðist hafa tekið ákvörðunina með framtíðarhagsmuni að leiðarljós, ekki af einhverri meinbægni en eins og stundum hefði mátt skilja af umræðunni. Hann sagði vandasamt að stýra íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við þessar aðstæður því sjávarútvegurinn hefði úr minna hráefni að moða. Markaðsaðstæður væru hins vegar hagfelldar og tekist hefði á síðustu árum á ævintýralegan hátt að búa til meiri verðmæti úr minna hráefni. Ekki kasta króunni á forsendum stórfyrirtækja Einar fjallaði töluvert um evruumræðuna að undanförnu og sagði það öfugmæli þegar haft væri er á orði að tímabært væri að hefja upplýsta umræðu um kosti og galla upptöku evru hér á landi. Um fátt hefði verið meira ritað og rætt. „Hitt er annað mál að umræðan um að kasta íslensku krónunni hefur oftar en ekki einkennst af einhverri óskhyggju um að það kynni að leysa öll heimsins vandamál. Vöruverð hér myndi lækka, draga úr gengissveiflum og betri skilyrði skapast fyrir íslenskt atvinnulíf. Þetta er óskapleg einföldun á flóknum veruleika. Ég held að flestir þeir sem rætt hafa þessi mál við fólk frá löndum sem horfið hafa frá eigin mynt þekki að víðast hvar hefur það leitt til tímabundinna verðhækkana, að minnsta kosti að mati almennings." Sagði Einar að hagstjórnarvandinn yrði ekki úr sögunni þótt skipt yrði um gjaldmiðil. Íslendingar hefðu þvert á móti þurft að beita gríðarlega hörðum aðgerðum í ríkisfjármálum undanfarna mánuði ef þeir hefðu tekið upp evru. „Við hefðum örugglega orðið að draga mjög úr útgjöldum ríkisins til að minnka þensluna hér innanlands sem hefði trúlegast haft áhrif á atvinnustig, laun opinberra starfsmanna og þjónustu hins opinbera með einhverjum hætti," sagði Einar. Ráðherra kallaði eftir vandaðri umræðu og sagði að þjóðin ætti ekki að varpa frá sér krónunni á þeirri forsendu að íslensk stórfyrirtæki sem sæki tekjur sínar að miklu leyti til útlanda og séu umsvifamikil erlends, teldu sér henta að slíta tengslin við Ísland og krónuna. Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það óskaplega einföldun á flóknum veruleika að það leysi öll vandamál að kasta krónunni. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka fiskvinnuslustöðva í dag. Einar fjallaði meðal annars um áhrif niðurskurðar þorskkvóta á efnahagslífið og sagðist hafa tekið ákvörðunina með framtíðarhagsmuni að leiðarljós, ekki af einhverri meinbægni en eins og stundum hefði mátt skilja af umræðunni. Hann sagði vandasamt að stýra íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við þessar aðstæður því sjávarútvegurinn hefði úr minna hráefni að moða. Markaðsaðstæður væru hins vegar hagfelldar og tekist hefði á síðustu árum á ævintýralegan hátt að búa til meiri verðmæti úr minna hráefni. Ekki kasta króunni á forsendum stórfyrirtækja Einar fjallaði töluvert um evruumræðuna að undanförnu og sagði það öfugmæli þegar haft væri er á orði að tímabært væri að hefja upplýsta umræðu um kosti og galla upptöku evru hér á landi. Um fátt hefði verið meira ritað og rætt. „Hitt er annað mál að umræðan um að kasta íslensku krónunni hefur oftar en ekki einkennst af einhverri óskhyggju um að það kynni að leysa öll heimsins vandamál. Vöruverð hér myndi lækka, draga úr gengissveiflum og betri skilyrði skapast fyrir íslenskt atvinnulíf. Þetta er óskapleg einföldun á flóknum veruleika. Ég held að flestir þeir sem rætt hafa þessi mál við fólk frá löndum sem horfið hafa frá eigin mynt þekki að víðast hvar hefur það leitt til tímabundinna verðhækkana, að minnsta kosti að mati almennings." Sagði Einar að hagstjórnarvandinn yrði ekki úr sögunni þótt skipt yrði um gjaldmiðil. Íslendingar hefðu þvert á móti þurft að beita gríðarlega hörðum aðgerðum í ríkisfjármálum undanfarna mánuði ef þeir hefðu tekið upp evru. „Við hefðum örugglega orðið að draga mjög úr útgjöldum ríkisins til að minnka þensluna hér innanlands sem hefði trúlegast haft áhrif á atvinnustig, laun opinberra starfsmanna og þjónustu hins opinbera með einhverjum hætti," sagði Einar. Ráðherra kallaði eftir vandaðri umræðu og sagði að þjóðin ætti ekki að varpa frá sér krónunni á þeirri forsendu að íslensk stórfyrirtæki sem sæki tekjur sínar að miklu leyti til útlanda og séu umsvifamikil erlends, teldu sér henta að slíta tengslin við Ísland og krónuna.
Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira