Innlent

R-listaflokkarnir tapa fylgi til Sjálfstæðisflokksins

MYND/Pjetur Sigurðsson

R-listaflokkarnir myndu tapa talsverðu fylgi yfir til Sjálfstæðisflokksins ef kosið væri nú. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í blaðinu í morgun.

Af þeim sem kusu R-listann í síðustu borgarstjórnarkosningum ætla 16,9% að kjósa aðra flokka en þá sem stóðu að listanum. Nær allt það fylgi 15,7% fer yfir til Sjálfstæðisflokksins en 1,2% fer til Frjálslynda flokksins. Af þeim sem halda tryggð við flokka R-listans ætla 63,5% að kjósa Samfylkinguna, 15,3% ætla að kjósa Vinstrihreyfinguna - Grænt framboð og 4,3% hyggjast kjósa Framsóknarflokkinn.

Þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum ætla flestir að kjósa hann aftur eða 92,2% aðspurðra. Fylgi sem færist frá Sjálfstæðisflokknum yfir til R-listaflokkanna er aðeins um 6,4%, þar af fer helmingur til Samfylkingarinnar, 1,9% til Vinstri grænna og 1,3% til Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×