Innlent

Mikilvægt að fólk hamstri ekki lyf gegn fulgaflensu

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir MYND/Haraldur Jónasson
Þrátt fyrir að lyfið Tamiflu sé lyfseðilskylt, hafa bæði einstaklingar og fyrirtæki orðið sér út um það í stórum stíl. Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir segir mikilvægt að fólk hamstri ekki lyfið. Nóg verði að vera til því aðeins sé tímaspursmál hvenær veiran breiðist út.

 

Einnig segir Haraldur að ekki sé spurning hvort, heldur hvenær fuglaflensan breiðist út. Stjórnvöld hafa keypt inflúensulyfið Tamiflu fyrir um níutíu þúsund manns og eru enn að bæta við sig en lyfið er lyfseðilskylt og ættu einstaklingar því ekki að geta fengið lyfið nema að vera veikir. Fréttastofan hefur þó heimildir fyrir því að fyrirtæki sum hver hafi fengið lyfið fyrir starfsfólk sitt sem Haraldur segir afar óæskilegt.

Skammturinn af Tamiflu kostar um þrjú þúsund krónur. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort lyfið verði ekki dýrara þegar faraldurinn brýst út. Haraldur segir það þó afar ólíklegt.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur þó ekki reynst erfitt að fá lyfseðil fyrir lyfinu og hafa menn til að mynda notað þau rök að þeir séu á leið til Tyrklands eða annað þar sem veiran hefur komið upp og þannig orðið sér út um lyfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×