Miami ætlar í sögubækurnar 16. júní 2006 04:19 Dwyane Wade er heldur betur að taka úrslitaeinvígið í sínar hendur, en hann skoraði 36 stig fyrir Miami í nótt AFP Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný. Dallas vann fyrstu tvo leikina mjög sannfærandi á heimavelli sínum, en nú hefur Miami komið til baka og jafnað metin. Öfugt við þriðja leikinn, þar sem gestirnir misstu niður forystu sína í lokin og töpuðu, var Miami með tögl og haldir allan leikinn í nótt. Dwyane Wade fór enn og aftur á kostum í liði Miami í nótt og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst, James Posey skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og Antoine Walker skoraði 14 stig. Jason Terry var eini leikmaðurinn sem spilaði á pari í liði Dallas og skoraði 17 stig, Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst, en hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og var órafjarri sínu besta. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig af varamannabekknum hjá Dallas, sem er skyndilega að verða komið í vond mál í einvíginu. Ef Miami nær að vinna einvígið, yrði það aðeins í þriðja sinn í sögunni sem lið nær að koma til baka og verða meistari eftir að lenda undir 2-0 í úrslitaeinvígi. Dallas setti vafasamt NBA met í nótt með því að skora aðeins 7 stig í 4. leikhlutanum, en það er það lægsta sem nokkurt lið hefur skorað í einum leikfjórðungi í lokaúrslitum. Næsti leikur fer fram í Miami á sunnudagskvöld, en svo fara þeir leikir sem eftir verða fram í Dallas. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með alla leiki í úrslitaeinvíginu í beinni útsendingu og nú styttist í að krýndir verði nýir NBA meistarar, því hvorugt þessara liða hefur komist svo mikið sem í úrslit áður. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira
Miami Heat stefnir hraðbyri á að verða þriðja liðið í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar til að vinna meistaratitilinn eftir að lenda undir 2-0, því í nótt vann liðið auðveldan 98-74 sigur á heillum horfnu liði Dallas Mavericks í fjórða leik liðanna. Næsti leikur fer einnig fram í Miami á sunnudagskvöldið og einvígið, sem margir héldu að væri nánast búið, er skyndilega orðið æsispennandi á ný. Dallas vann fyrstu tvo leikina mjög sannfærandi á heimavelli sínum, en nú hefur Miami komið til baka og jafnað metin. Öfugt við þriðja leikinn, þar sem gestirnir misstu niður forystu sína í lokin og töpuðu, var Miami með tögl og haldir allan leikinn í nótt. Dwyane Wade fór enn og aftur á kostum í liði Miami í nótt og skoraði 36 stig. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst, James Posey skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst og Antoine Walker skoraði 14 stig. Jason Terry var eini leikmaðurinn sem spilaði á pari í liði Dallas og skoraði 17 stig, Dirk Nowitzki skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst, en hitti aðeins úr 2 af 14 skotum sínum og var órafjarri sínu besta. Jerry Stackhouse skoraði 16 stig af varamannabekknum hjá Dallas, sem er skyndilega að verða komið í vond mál í einvíginu. Ef Miami nær að vinna einvígið, yrði það aðeins í þriðja sinn í sögunni sem lið nær að koma til baka og verða meistari eftir að lenda undir 2-0 í úrslitaeinvígi. Dallas setti vafasamt NBA met í nótt með því að skora aðeins 7 stig í 4. leikhlutanum, en það er það lægsta sem nokkurt lið hefur skorað í einum leikfjórðungi í lokaúrslitum. Næsti leikur fer fram í Miami á sunnudagskvöld, en svo fara þeir leikir sem eftir verða fram í Dallas. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með alla leiki í úrslitaeinvíginu í beinni útsendingu og nú styttist í að krýndir verði nýir NBA meistarar, því hvorugt þessara liða hefur komist svo mikið sem í úrslit áður.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Sjá meira