Innlent

Unglingum vísað út af skemmtistað

Hátt í tuttugu ungmennum var vísað af lögreglu út af einum skemmtistað á Akureyri í nótt. Ungmennin voru á aldrinum sextán til að verða átján ára en aldurstakmark þar eru átján ár. Af öðrum skemmtistað þar í bæ var tveimur ungmennum,  undir aldri, vísað út. Lögreglan fór á skemmtistaðina, ásamt fólki frá framhaldsskólunum á Akureyri og forvarnarfulltrúa bæjarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×