Innlent

Bílskúrsbönd Íslands sameinist!

Hljómsveitin Lights on the Highway var ein þeirra sem rokkaði á Ariwaves hátíðinni í fyrra.
Hljómsveitin Lights on the Highway var ein þeirra sem rokkaði á Ariwaves hátíðinni í fyrra. MYND/Heiða Helgadóttir

Þær íslensku hljómsveitir sem hafa áhuga á að spila á Icelandic Airwaves í haust geta nú farið að senda inn umsóknir til stjórnenda hátíðarinnar. Allir sem gítarnögl geta valdið eru hvattir til að láta vita af sér, bæði nýliðar sem reynslumeiri rokkarar. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu hátíðarinnar www.icelandairwaves.com.

Meðal þeirra sem komu í fyrsta skipti fram á hátíðinni í fyrra má nefna Mammút, Jakobínarínu og Benna Hemm Hemm, sem allar hafa fengið verðskuldaða athygli síðan á hátíðinni.

Nokkur erlend bönd hafa staðfest komu sína á hátíðina í haust og ber þar helst að nefna Brit Awards kóngana í Kaiser Chiefs, Brazilian Girls frá Bandaríkjunum og nýjustu fánabera Montréal-bylgjunnar: Wolf Parade.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×