Innlent

Heimsækir keppnislöndin

Silvía við myndbandsgerð. Heimsækir Norðurlöndin, Litháen og Bretland á næstu dögum.
Silvía við myndbandsgerð. Heimsækir Norðurlöndin, Litháen og Bretland á næstu dögum. MYND/Heiða
Silvía Night heldur af landi brott í dag til að kynna Euro­vision-lagið sitt, Congratulations.

"Þegar fólk vissi að ég ætlaði að keppa í Eurovision varð það svo yfirfullt af eftirvæntingu. Það getur ekki beðið svo ég ákvað að fara út og minnka spennuna svolítið," sagði Silvía fyrir ferðina í gær.

Silvía heimsækir á næstu dögum Danmörku, Svíþjóð, Finnland, Litháen, Írland og Bretland.

"Enginn skákar mér í Eurovision, því enginn keppendanna er góður, eða ætti ég frekar að segja að ég er bara svo djöfull góð," sagði Silvía Night á ensku því hún er hætt að tala íslensku: "Ég er bara guðleg vera sem tala tungumálið sem fólk talar í kringum mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×