Innlent

Rúmlega helmingur Íslendinga trúir því að eitthvað taki við eftir dauðann

Mynd/Vísir

Rúmlega helmingur Íslendinga trúir því að eitthvað taki við eftir dauðann án þess að geta útskýrt það frekar. Þetta kemur fram í könnun sem unnin var af IMG gallup fyrir Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma í febrúar og mars árið 2004. Alls töldu 458 aðspurðra í könnuninni eða 55,9%, að eitthvað taki við eftir dauðanna en enginn geti vitað hvað það sé. Það er rúmlega sex prósenta aukning frá því árið 1987 þegar samskonar könnun var unnin í október 1983 og fram til janúar 1984. Þá telja rúmlega 15% aðspurðra að sálin flytjist á annað tilverustig eftir dauðann. Rétt innan við 10% telja ekki vera til neins konar líf eftir dauðann og um 8% telja að maðurinn rísi upp til samfélags Guðs eftir dauðann. Þá svöruðu um 5% aðspurðra að ekkert að ofangreindum kostun ætti við sína skoðun. Alls tóku 862 manns þátt í könnuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×