Laun kvenna lægri í öllum atvinnugreinum 5. janúar 2006 21:08 MYND/Stöð 2 - NFS Árslaun á Íslandi eru há samanborið við önnur Evrópulönd. Þetta kemur fram í alþjóðlegum samanburði á launum sem gerður var undir forystu Evrópsku hagstofunnar. Þegar tillit er tekið til verðlags færist Ísland hins vegar nokkuð neðar á listann. Árslaun karla eru hærri en árslaun kvenna í öllum þeim atvinnugreinum sem kannaðar voru. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar á dögunum í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Könnunin, þar sem árið 2002 var lagt til grundvallar en unnið hefur verið úr upplýsingunum síðustu misseri, náði til allra ríkja Evrópusambandsins, nema Möltu, auk Íslands Noregs, Rúmeníu og Búlgaríu. Þær atvinnugreinar sem skoðaðar voru eru iðnaður, byggingastarfsemi og mannvirkjagerð og verslunar- og viðgerðarþjónusta. Árslaun hér á landi eru hærri en meðaltal ESB-ríkjanna í öllum þessum atvinnugreinum. Munurinn er mestur í byggingarstarfsemi þar sem árslaun á Íslandi eru sextíu og þremur prósentum yfir meðallaunum, eða þau þriðju hæstu í Evrópu. Noregur og Danmörk eru þar jöfn í fyrsta til öðru sæti en launin þar eru sex prósentum hærri en hér á landi. Meðalárslaun innan iðnaðarins eru rúmum tuttugu prósentum hærri á Íslandi en í ríkjum ESB, sem dugar okkur reyndar aðeins í áttunda sæti yfir heildina. Hæstu launin eru eins og áður í Noregi og Danmörku en Bretland kemure þar á eftir. Þegar litið er til verslunar og viðgerðaþjónustu kemur í ljós að Ísland er þrjátíu og sjö prósentum yfir meðaltalinu, sem þýðir að árslaunin í þeim geira eru þau þriðju hæstu í þeim löndum sem þátt tóku í könnuninni. Og sem fyrr eru hæstu launin í Noregi og Danmörku. Þau lönd sem skipa neðstu sætin í öllum atvinnugreinum eru Búlgaría, Rúmenía, Lettland og Litháen. Þá sýna niðurstöður könnunarinnar að árslaun karla eru hærri en kvenna í öllum atvinnugreinum samanburðarlandanna. Hér á landi eru árslaun kvenna í iðnaði sjötíu prósent af árslaunum karla, rétt rúm áttatíu prósent í byggingarstarfsemi og í verslun og viðgerðaþjónustu eru konur með sjötíu og fjögur prósent af þeim launum sem karlar fá. Könnunin náði til tæplega átta milljón starfsmanna fyrirtækja á almennum vinnumarkaði með tíu starfsmenn eða fleiri. Ráðgert er að gera sambærilega könnun á fjögurra ára fresti. Sjá má niðurstöður könnunarinnar í heild hér. Fréttir Innlent Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Árslaun á Íslandi eru há samanborið við önnur Evrópulönd. Þetta kemur fram í alþjóðlegum samanburði á launum sem gerður var undir forystu Evrópsku hagstofunnar. Þegar tillit er tekið til verðlags færist Ísland hins vegar nokkuð neðar á listann. Árslaun karla eru hærri en árslaun kvenna í öllum þeim atvinnugreinum sem kannaðar voru. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar á dögunum í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Könnunin, þar sem árið 2002 var lagt til grundvallar en unnið hefur verið úr upplýsingunum síðustu misseri, náði til allra ríkja Evrópusambandsins, nema Möltu, auk Íslands Noregs, Rúmeníu og Búlgaríu. Þær atvinnugreinar sem skoðaðar voru eru iðnaður, byggingastarfsemi og mannvirkjagerð og verslunar- og viðgerðarþjónusta. Árslaun hér á landi eru hærri en meðaltal ESB-ríkjanna í öllum þessum atvinnugreinum. Munurinn er mestur í byggingarstarfsemi þar sem árslaun á Íslandi eru sextíu og þremur prósentum yfir meðallaunum, eða þau þriðju hæstu í Evrópu. Noregur og Danmörk eru þar jöfn í fyrsta til öðru sæti en launin þar eru sex prósentum hærri en hér á landi. Meðalárslaun innan iðnaðarins eru rúmum tuttugu prósentum hærri á Íslandi en í ríkjum ESB, sem dugar okkur reyndar aðeins í áttunda sæti yfir heildina. Hæstu launin eru eins og áður í Noregi og Danmörku en Bretland kemure þar á eftir. Þegar litið er til verslunar og viðgerðaþjónustu kemur í ljós að Ísland er þrjátíu og sjö prósentum yfir meðaltalinu, sem þýðir að árslaunin í þeim geira eru þau þriðju hæstu í þeim löndum sem þátt tóku í könnuninni. Og sem fyrr eru hæstu launin í Noregi og Danmörku. Þau lönd sem skipa neðstu sætin í öllum atvinnugreinum eru Búlgaría, Rúmenía, Lettland og Litháen. Þá sýna niðurstöður könnunarinnar að árslaun karla eru hærri en kvenna í öllum atvinnugreinum samanburðarlandanna. Hér á landi eru árslaun kvenna í iðnaði sjötíu prósent af árslaunum karla, rétt rúm áttatíu prósent í byggingarstarfsemi og í verslun og viðgerðaþjónustu eru konur með sjötíu og fjögur prósent af þeim launum sem karlar fá. Könnunin náði til tæplega átta milljón starfsmanna fyrirtækja á almennum vinnumarkaði með tíu starfsmenn eða fleiri. Ráðgert er að gera sambærilega könnun á fjögurra ára fresti. Sjá má niðurstöður könnunarinnar í heild hér.
Fréttir Innlent Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“