Laun kvenna lægri í öllum atvinnugreinum 5. janúar 2006 21:08 MYND/Stöð 2 - NFS Árslaun á Íslandi eru há samanborið við önnur Evrópulönd. Þetta kemur fram í alþjóðlegum samanburði á launum sem gerður var undir forystu Evrópsku hagstofunnar. Þegar tillit er tekið til verðlags færist Ísland hins vegar nokkuð neðar á listann. Árslaun karla eru hærri en árslaun kvenna í öllum þeim atvinnugreinum sem kannaðar voru. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar á dögunum í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Könnunin, þar sem árið 2002 var lagt til grundvallar en unnið hefur verið úr upplýsingunum síðustu misseri, náði til allra ríkja Evrópusambandsins, nema Möltu, auk Íslands Noregs, Rúmeníu og Búlgaríu. Þær atvinnugreinar sem skoðaðar voru eru iðnaður, byggingastarfsemi og mannvirkjagerð og verslunar- og viðgerðarþjónusta. Árslaun hér á landi eru hærri en meðaltal ESB-ríkjanna í öllum þessum atvinnugreinum. Munurinn er mestur í byggingarstarfsemi þar sem árslaun á Íslandi eru sextíu og þremur prósentum yfir meðallaunum, eða þau þriðju hæstu í Evrópu. Noregur og Danmörk eru þar jöfn í fyrsta til öðru sæti en launin þar eru sex prósentum hærri en hér á landi. Meðalárslaun innan iðnaðarins eru rúmum tuttugu prósentum hærri á Íslandi en í ríkjum ESB, sem dugar okkur reyndar aðeins í áttunda sæti yfir heildina. Hæstu launin eru eins og áður í Noregi og Danmörku en Bretland kemure þar á eftir. Þegar litið er til verslunar og viðgerðaþjónustu kemur í ljós að Ísland er þrjátíu og sjö prósentum yfir meðaltalinu, sem þýðir að árslaunin í þeim geira eru þau þriðju hæstu í þeim löndum sem þátt tóku í könnuninni. Og sem fyrr eru hæstu launin í Noregi og Danmörku. Þau lönd sem skipa neðstu sætin í öllum atvinnugreinum eru Búlgaría, Rúmenía, Lettland og Litháen. Þá sýna niðurstöður könnunarinnar að árslaun karla eru hærri en kvenna í öllum atvinnugreinum samanburðarlandanna. Hér á landi eru árslaun kvenna í iðnaði sjötíu prósent af árslaunum karla, rétt rúm áttatíu prósent í byggingarstarfsemi og í verslun og viðgerðaþjónustu eru konur með sjötíu og fjögur prósent af þeim launum sem karlar fá. Könnunin náði til tæplega átta milljón starfsmanna fyrirtækja á almennum vinnumarkaði með tíu starfsmenn eða fleiri. Ráðgert er að gera sambærilega könnun á fjögurra ára fresti. Sjá má niðurstöður könnunarinnar í heild hér. Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Sjá meira
Árslaun á Íslandi eru há samanborið við önnur Evrópulönd. Þetta kemur fram í alþjóðlegum samanburði á launum sem gerður var undir forystu Evrópsku hagstofunnar. Þegar tillit er tekið til verðlags færist Ísland hins vegar nokkuð neðar á listann. Árslaun karla eru hærri en árslaun kvenna í öllum þeim atvinnugreinum sem kannaðar voru. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar á dögunum í Hagtíðindum Hagstofu Íslands. Könnunin, þar sem árið 2002 var lagt til grundvallar en unnið hefur verið úr upplýsingunum síðustu misseri, náði til allra ríkja Evrópusambandsins, nema Möltu, auk Íslands Noregs, Rúmeníu og Búlgaríu. Þær atvinnugreinar sem skoðaðar voru eru iðnaður, byggingastarfsemi og mannvirkjagerð og verslunar- og viðgerðarþjónusta. Árslaun hér á landi eru hærri en meðaltal ESB-ríkjanna í öllum þessum atvinnugreinum. Munurinn er mestur í byggingarstarfsemi þar sem árslaun á Íslandi eru sextíu og þremur prósentum yfir meðallaunum, eða þau þriðju hæstu í Evrópu. Noregur og Danmörk eru þar jöfn í fyrsta til öðru sæti en launin þar eru sex prósentum hærri en hér á landi. Meðalárslaun innan iðnaðarins eru rúmum tuttugu prósentum hærri á Íslandi en í ríkjum ESB, sem dugar okkur reyndar aðeins í áttunda sæti yfir heildina. Hæstu launin eru eins og áður í Noregi og Danmörku en Bretland kemure þar á eftir. Þegar litið er til verslunar og viðgerðaþjónustu kemur í ljós að Ísland er þrjátíu og sjö prósentum yfir meðaltalinu, sem þýðir að árslaunin í þeim geira eru þau þriðju hæstu í þeim löndum sem þátt tóku í könnuninni. Og sem fyrr eru hæstu launin í Noregi og Danmörku. Þau lönd sem skipa neðstu sætin í öllum atvinnugreinum eru Búlgaría, Rúmenía, Lettland og Litháen. Þá sýna niðurstöður könnunarinnar að árslaun karla eru hærri en kvenna í öllum atvinnugreinum samanburðarlandanna. Hér á landi eru árslaun kvenna í iðnaði sjötíu prósent af árslaunum karla, rétt rúm áttatíu prósent í byggingarstarfsemi og í verslun og viðgerðaþjónustu eru konur með sjötíu og fjögur prósent af þeim launum sem karlar fá. Könnunin náði til tæplega átta milljón starfsmanna fyrirtækja á almennum vinnumarkaði með tíu starfsmenn eða fleiri. Ráðgert er að gera sambærilega könnun á fjögurra ára fresti. Sjá má niðurstöður könnunarinnar í heild hér.
Fréttir Innlent Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent