Innlent

Enn mikið vatn á hringveginum við Jökulsá í lóni

Enn rennur talsvert mikið vatn yfir hringveginn vestan vð Jökulsá í Lóni á Suðausturlandi. Vegfarendur eru beðnir að aka með gát um þessa leið. Hálka er á Hellisheiði og Þrengslum og þá eru einnig hálkublettir á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálka og þoka er á Bröttubrekku, snjóþekja og éljagangur á öðrum leiðum Vestanlands. Á Vestfjörðum er sömuleiðis hálka, hálkublettir og éljagangur. Á Norðurlandi er snjóþekja og éljagangur frá Hvammstanga að Blönduósi og hálka er í Vatnsskarði. Á Norðaustur- Austurlandi og Suðausturlandi er greiðfært, utan vegakaflans í námunda við Jökulsá í Lóni líkt og áður kom fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×