Innlent

Ný lyfta bíður

Jólin hafa ekki verið mjallahvít og óvenjuleg hlýindi um land allt í upphafi ársins hafa ekki lofað góðu fyrir skíðamenn. Ekkert var skíðafærið í Bláfjöllum snemma í morgun enda rigndi þar eins og hellt væri úr fötu eða þar til allt í einu, eins og hendi væri veifað, að allt fór á bólakaf í jólasnjó.

Það rigndi í Bláfjöllum í morgun sem og annars staðar á suðvesturhorninu. En fljótt skipast veður í lofti því á leið fréttamanns til fjalla hófst tók að fenna í hjólförin. Þegar áfangastað var náð voru Bljáfjöll snævi þakin líkt og nótt hefði breyst í dag á augnabliki. Og svo var kominn snarpur éljagangur. Það var því notalegt að komast inn í hlýlegan skíðaskálann í Bljáfjöllum þar sem bjart var yfir starfsfólki skíðasvæðisins um hádegisbil er það snæddi hádegisverð og bjó sig með hlátrasköllum fyrir komandi skíðavertíð.

Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum bendir á að borgarbúar láti oft ákvörðun um skíðaferðir ráðast af veðrum og vindum í borginni eða í bakgarðinum sínum.

Skíðasvæðið skartar glænýrri franskri lyftu sem kallast kóngurinn og stendur við hliðina á gömlu stólalyftunni drottningunni. Nýja lyftan lyftir mönnum upp í nær sjö hundruð metra hæð eða nánast upp á fjallstopp. Lyftan er svo afkastamikil að lyftubiðraðir munu heyra sögunni til. Lyftan bíður þess nú ólm að hefja fólk til hæða.

Starfsmenn í Bljáfjöllum láta í veðri vaka að hægt verði að opna skíðasvæðið fyrir almenning innan tíðar, það sé þó undir veðrinu komið. Það er veðrinu í Bláfjöllum ekki Reykjavík.

Það er ýmist í ökkla eða eyra veðurfarið. Þegar hann byrjaði að snjóa þá gerði hann það hressilega svo kyngdi niður á suðvesturhornið í allan dag. Olli þessa snjókoma tölverðum hrolli. Svo mjög að tveir jeppar lentu utan vegar á Hellisheiði og einnig snjóruðningstæki sem teppti alla umferð um heiðina í stað þess að greiða fyrir henni eins og stóð til í upphafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×