Innlent

Þrjú menningarverkefni tilnefnd til Eyrarrósinnar

Frá afhendingu Eyrarrósarinnar í fyrra
Frá afhendingu Eyrarrósarinnar í fyrra Mynd/GVA

Þrjú menningarverklefni á landsbyggðinni eru í ár tilnefnd til Eyrarrósarinnar en það eru Jöklasýningin á Höfn í Hornafirði, Kórastefna við Mývatn og LungA - listahátíð ungs fólks, Austurlandi. Þetta er í annað sinn sem Eyrarrósin verður afhent, en verðlaunin verða afhent á Bessastöðum 13. janúar næstkomandi. Verkefnin þrjú voru tilnefnd úr hópi fjölmargra umsækjenda. Eitt þessara verkefna hlýtur Eyrarrósina, fjárstyrk að upphæð 1,5 milljón króna og verðlaunagrip til eignar. Hin tvö menningarverkefnin hljót 200.000 króna fjárframlag. Öll verkefnin hljóta að auki tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×