Innlent

Borgarráðsfulltrúi F-listans vill afnema fargjald í strætó

Ólafur F. Magnússon, borgarráðsfulltrúi F-Listans, mun leggja fram á ný tillögur sínar um niðurfellingu strætófargjalda á borgarstjórnarfundi 17. janúar næstkomandi. Í ljósi þess að nýting á almenningssamgangna hefur dregist saman telur F-listinn nauðsynlegt að koma á hugarfarsbreytingu varðandi nýtingu almenningssamgangna. Rétta leiðin til þess sé ekki að hækka fargjöld strætó heldur afnema fargjöld með öllu. Ólafur óskar jafnframt eftir upplýsingum um hversu mikill samdráttur varð fyrir upptöku nýs leiðakerfis síðastliðið sumar og hversu mikill samdráttur varð eftir að nýja leiðakerfið var tekið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×