Innlent

Spá aukinni verðbólgu

Verðbólga eykst og verður áfram yfir efri þolmörkum Seðlabankans og langt yfir verðbólgumarkmiði hans gangi spá Greiningardeildar Íslandsbanka um verðbólgu milli desember og janúar eftir.

Greiningardeildin spáir því að verðbólga milli desember og janúar verði 0,1 prósent en það þýðir að verðbólga síðustu tólf mánaða sé 4,2 prósent. Efri þolmörk Seðlabankans eru við fjögur prósent og markmiðið er að verðbólgan sé sem næst 2,5 prósentum. Greiningardeildin spáir 6,1 prósenta verðbólgu í ár og 6,4 prósenta verðbólgu á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×