Innlent

Hópur Hornfirðinga kaupir hlut í CityStar

Hópur Hornfirðinga hefur keypt tíu prósent hlutabréfa í flugfélaginu CityStar í Aberdeen í Scotlandi. Frá þessu er greint á fréttavefnum Hornafjörður.is. Flugfélagið er í eigu Íslendinga og flýgur frá Aberdeen til Lundúna, Óslóar og Stafangurs og hefur einnig verið með leiguflug til Íslands. Þá á félagið og rekur Landsflug sem sér um flug milli Hafnar og Reykjavíkur. Stefnt er að samvinnu við bæjarfélagið um uppbyggingu á ferðaþjónustu á Hornafirði og föstu áætlunarflugi í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×