Innlent

Tólf kíló af ruslpósti

Safnast þegar saman kemur, segir orðtakið og það á við þó með óvenjulegum hætti sé, þegar ruslpóstinum sem kemur inn um dyralúgur landsmanna er safnað saman. Því komst Ísfirðingurinn Linda Pétursdóttir að þegar hún safnaði og vigtaði ruslpósti síðasta árs, samanlagt tæpum tólf kílóum.

Vestfirski fréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá könnun Lindu sem hún segir að hafi byrjað sem grín en hún síðan ákveðið að halda áfram. Mestur varð ruslpósturinn rúmlega eitt og hálft kíló í desember en minnstur tæp 400 grömm í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×