Lítt þekktur kylfingur fer á kostum 4. febrúar 2006 15:51 JJ Henry er hugsanlega nafn sem á eftir að heyrast oftar í golfheiminum í framtíðinni. Þrítugur Bandaríkjamaður, JJ Henry, sem aldrei hefur sigrað á móti í bandarísku atvinnuimannamótaröðinni lék stórkostlega á öðrum degi á móti í Scottsdale í Arizona. Hann fékk 7 fugla í röð og var einu höggi frá því að bæta PGA-metið. JJ Henry var í 87. sæti á peningalistanum í PGA mótaröðinni í fyrra. Tvisvar hefur hann orðið í öðru sæti en aldrei hefur honum tekist að sigra. Eftir 8 holur í gær hafði hann náð í 2 fugla. En þá byrjaði ævintýrið. Henry krækti í hvern fuglinn á fætur öðrum og eftir 15. holuna hafði hann náð í 7 í röð. Ótrúlegur árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem lék samtals á 61 höggi og var einu höggi frá því að bæta metið í PGA-mótaröðinni. Henry bætti eigið met um 3 högg, best áður hafði hann spilað í móti á 64 höggum. Hann notaði aðeins 29 högg á seinni 9 holunum. Samtals er hann á 132 höggum eða 14 undir pari. Meistarinn frá í fyrra, Phil Mickelson, er 7 höggum á eftir Henry í 8-14. sæti. Mickelson lék í gær á 5 undir pari. Þjóðverjinn Alex Cejka, sem fæddur er í Tékklandi en yfirgaf föðurlandið ungur, náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun, lék á 2 yfir pari og féll úr 1. sætinu og niður í það 30. Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover fékk tvöfaldan skolla á 10. braut en fékk örn á 13. holu og fugl á sextándu eftir að hann setti niður langt pútt. Hann er í 30.-42. sæti. Englendingurinn Justin Rose lék á 3 undir pari í gær. Hann byrjaði vel, fékk 2 fugla en fékk síðan skolla á 6.7. og 9. holu. Þrir fuglar á seinni 9 holunum héldu honum inni í baráttunni, hann er í 19. til 29 sæti á 5 undir pari, 9 höggum á eftir JJ Henry. Fidji-maðurinn, Vijay Singh er 11 höggum á eftir Henry. Singh fékk 7 fugla í gær en fékk skolla á 4. og 7du braut og tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu. En hinn JJ Henry hefur forystu á 14 undir pari, 4 höggum á eftir honum í 2. sæti er 23 ára Bandaríkjamaður, John Holmes, er annar 3 höggum á eftir og síðan koma landar hans; Steve Lowry og Paul Stankowski, 5 höggum á eftir JJ Henry. Erlendar Fréttir Golf Íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Þrítugur Bandaríkjamaður, JJ Henry, sem aldrei hefur sigrað á móti í bandarísku atvinnuimannamótaröðinni lék stórkostlega á öðrum degi á móti í Scottsdale í Arizona. Hann fékk 7 fugla í röð og var einu höggi frá því að bæta PGA-metið. JJ Henry var í 87. sæti á peningalistanum í PGA mótaröðinni í fyrra. Tvisvar hefur hann orðið í öðru sæti en aldrei hefur honum tekist að sigra. Eftir 8 holur í gær hafði hann náð í 2 fugla. En þá byrjaði ævintýrið. Henry krækti í hvern fuglinn á fætur öðrum og eftir 15. holuna hafði hann náð í 7 í röð. Ótrúlegur árangur hjá þessum þrítuga Bandaríkjamanni sem lék samtals á 61 höggi og var einu höggi frá því að bæta metið í PGA-mótaröðinni. Henry bætti eigið met um 3 högg, best áður hafði hann spilað í móti á 64 höggum. Hann notaði aðeins 29 högg á seinni 9 holunum. Samtals er hann á 132 höggum eða 14 undir pari. Meistarinn frá í fyrra, Phil Mickelson, er 7 höggum á eftir Henry í 8-14. sæti. Mickelson lék í gær á 5 undir pari. Þjóðverjinn Alex Cejka, sem fæddur er í Tékklandi en yfirgaf föðurlandið ungur, náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun, lék á 2 yfir pari og féll úr 1. sætinu og niður í það 30. Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover fékk tvöfaldan skolla á 10. braut en fékk örn á 13. holu og fugl á sextándu eftir að hann setti niður langt pútt. Hann er í 30.-42. sæti. Englendingurinn Justin Rose lék á 3 undir pari í gær. Hann byrjaði vel, fékk 2 fugla en fékk síðan skolla á 6.7. og 9. holu. Þrir fuglar á seinni 9 holunum héldu honum inni í baráttunni, hann er í 19. til 29 sæti á 5 undir pari, 9 höggum á eftir JJ Henry. Fidji-maðurinn, Vijay Singh er 11 höggum á eftir Henry. Singh fékk 7 fugla í gær en fékk skolla á 4. og 7du braut og tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu. En hinn JJ Henry hefur forystu á 14 undir pari, 4 höggum á eftir honum í 2. sæti er 23 ára Bandaríkjamaður, John Holmes, er annar 3 höggum á eftir og síðan koma landar hans; Steve Lowry og Paul Stankowski, 5 höggum á eftir JJ Henry.
Erlendar Fréttir Golf Íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira