Innlent

Stefán Jón líklegastur til að leiða lista Samfylkingarinnar

MYND/E.ÓL

Samkvæmt könnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is og birtist á heimasíðu þess er Stefán Jón Hafstein líklegastur til að leiða lista Samfylkingarinnar. Þó er ekki marktækur munur á fylgi hans og Dags B. Eggertssonar. Steinunn Valdís borgarstjóri er í þriðja sæti á eftir Stefáni og Degi.

Meðal þeirra sem hafa hugsað sér að kjósa Samfylkinguna í komandi kosningum eru hins vegar fleiri sem vilja sjá Dag í efsta sæti. Hins vegar er ekki marktækur munur á fylgi Dags og Stefáns. Dagur fær 41% fylgisins, Stefán Jón 35% og Steinunn Valdís 24%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×