Erlent

Mikið mannfall uppreisnarmanna í A-Kongó

Rúmlega 150 uppreisnarmenn létust í átökum við friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Austur-Kongó í síðustu viku að því er embættismenn S.þ. greindu frá í dag. Þeir sögðu einnig að fjöldi uppreisnarmannanna hefði gefist upp í kjölfar mannfallsins. Þetta er mesta mannfall sem sést hefur í átökum friðargæsluliða í A-Kongó.

Stærsta friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna er í Austur-Kongó. þar sem uppreisnarmenn hershöfðingjans fyrrverandi Laurent Nkunda berjast gegn stjórnarhernum. Mikill óstöðugleiki hefur verið í landinu undanfarna daga þar sem Joseph Kabila mun sverja embættiseið sem forseti á morgun, en það er í fyrsta skipti sem lýðræðislega kjörinn forseti tekur við embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×