Innlent

Vill að þjóðin fái að greiða atkvæði um stóriðjustefnu

Þingflokkur Vinstri - grænna vill að þjóðin fái að greiða atkvæði um stóriðjustefnu stjórnvalda. Þingflokkurinn lagði fram þingsályktunartillögu um málið í dag. Ögmundur Jónasson formaður þingflokksins telur að víðtækur stuðningur sé við málið meðal fólks í öllum flokkum.Vinstri grænir telja að stóriðjustefnan standi nú á tímamótum, með umræðum um stórfellda stækkun Álversins í Straumsvík og áformum um byggingu tveggja nýrra álvera. Fjölmörg rök séu fyrir því að leiða málið til lykta í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu.

Ögmundur segir að frekari stóriðja snerti náttúruspjöll, mengun, framtíð efnahagskerfiis og núverandi atvinnulífs.Þrátt fyrir vaxandi efasemdir um stóriðjustefnuna í fleiri stjórnmálaflokkum innan og utan stjórnar segir Ögmundur Jónasson að ekki hafi komið til greina að leita samstarfs og stuðnings annarra þingmanna, áður en málið var lagt fram. Kolbrún Halldórsdóttir segir að það sé kominn tími til að menn standi við stóru orðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×