Innlent

Impregilo og starfsmannaleigur sýknuð

Impregilo og tvær portúgalskar starfsmannaleigurvoru í morgun sýknuð af kröfu AFLs, starfsgreinafélags Austurlands, um greiðslu félagsgjalda og gjalda í sjúkra- og orlofssjóði.

AFL krafðist nítján milljóna króna auk vaxta. Fyrirtækin höfðu greitt félagsgjöld og dómari komst að þeirri niðurstöðu að það jafngilti viðurkenningu á greiðsluskyldu. Hann hafnaði því hins vegar að þau þyrftu að greiða í sjúkrasjóð, eða vexti af drætti á greiðslu félagsgjalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×