Innlent

Leita að ömurlegu ljóði

Leitin að ömurlegasta ljóðinu er hafin. Það þarf að vera þrjú erindi sem hvert inniheldur fjórar fimmtán atkvæða ljóðlínur. Tekið verður tillit til asnalegra myndlíkinga, klaufalegs orðalags og ósmekklegs umfjöllunarefnis auk annarra stílbragða ömurðarinnar. Það var dreyminn meðlimur Nýhils sem átti hugmyndina að samkeppninni eftir að hafa dreymt forsíðu dagblaða þar sem fyrirsögnin var "Ömurlegt ljóðskáld verðlaunað". Þar sem hann gat ekki lesið ljóðið í draumnum var ákveðið að reyna að finna það með samkeppni þessari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×