Innlent

Viðbúnaðarstig tvö vegna fuglaflensu tekið gildi hér á landi

Viðbúnaðarstig tvö vegna fuglaflensu hefur tekið gildi hér á landi eftir að banvænn stofn flensunnar greindist í svani í Skotlandi. Miklar líkur eru á að flensan berist hingað til lands með farfuglunum í vor.

Yfirdýralæknir segir þessa ráðstöfun ekki hafa neinar breytingar í för með sér fyrir almenning í landinu. Svanurinn fannst dauður nærri þorpinu Fife í austurhluta Skotlands í síðustu viku. Í dag var svo staðfest að hann var sýktur af H5N1 stofni flensunnar, sem getur orðið mönnum að bana. Það þýðir að Ísland færist á áhættustig tvö, enda kemur hingað fjöldi farfugla frá Bretlandseyjum.

Um tvö hundruð manns hafa sýkst af fuglaflensu í heiminum hingað til og þar af hafa tæplega hundrað látist, flestir í Asíu. En það er rétt að ítreka að enn sem komið er hefur enginn smitast af fuglaflensunni beint af farfuglum. Í öllum tilvikum hefur smit hjá mönnum komið úr sýktum alifuglum og yfirleitt hefur samneiti við fuglana verið mjög mikið. Enn sem komið er smitast flensan ekki á milli manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×