Innlent

Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands ruku upp í dag

Gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands ruku upp í dag. Mest hækkuðu bréf í Fl Group eða um rúm átta prósent. Trú landans á íslenskum hlutabréfum virðist vera að aukast á ný og hækkaði úrvalsvísitalan um 2,2 prósent í dag eftir miklar hækkanir einnig í gær. Hefur því úrvalsvísitalan hækkað um tæp 3,5 prósent frá áramótum. Bréf Flögu hækkuðu um 5,8 prósent í dag, bréf Marels um 3,7 prósent, Landsbankans um þrjú prósent, bréf Straums Burðaráss um tæp tvö prósent og bréf Actavis um eitt prósent. Bréf í aðeins tveimur félögum lækkuðu þennan daginn, bréf Atorku og Atlantic Petrolium en þó innan við eitt prósent. Sérfræðingar á markaðinum segja þá taugaveiklun sem myndaðist fyrr í mánuðinum eftir neikvæða og óupplýsta umræðu erlendra banka um íslenskt efnahagslíf, vera að líða hjá en segja þó markaðinn enn afar viðkvæman fyrir neikvæðum fréttum. Nú er búist við stöðugara tímabili en sérfræðingar eru þó sammála um að kauptækifæri hafi myndast. Ekki sé spurning hvort markaðurinn fari upp á ný heldur hvenær það verði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×