Innlent

Lítil áhrif gengis á ferðaþjónustu

Ferðamenn á ferli í miðborg Reykjavíkur.
Ferðamenn á ferli í miðborg Reykjavíkur. MYND/E.Ól.

Ferðaþjónustan kemur ekki til með að njóta góðs af því ef gengið lækkar, sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag.

Sturla vísaði þar til nýrrar úttektar sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir samgönguráðuneytið og fjallaði um áhrif gengisbreytinga síðustu ára á fyrirtæki í ferðaþjónustu. Ráðherra sagði að allt benti til þess að gengisþróun íslensku krónunnar hefði ekki haft þau neikvæðu áhrif í ferðaþjónustu sem margir sem að henni starfa hafa látið í veðri vaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×