Innlent

Félag lesblindra fær styrk

Félag lesblindra fékk í dag úthlutað fjögra og hálfrar milljónar króna styrk frá Velferðarsjóði barna. Á næstunni verður gengið frá veitingu sumargjafa sjóðsins til þurfandi barna á Íslandi en þær nema tólf milljónum króna.

Lesblinda er skilgreind sem fötlun en um tuttugu prósent Íslendinga eiga við lestrarörðugleika að stríða. Tíu prósent landsmanna eru illa lesblindir og fimm prósent ólæsir. Styrkurinn er leið Velferðarsjóðsins til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við lesblindu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×