Innlent

Snjóar fyrir norðan

Akureyringar þurftu enn á ný að grípa til snjósköfunnar í morgun en töluvert hefur snjóað í nótt og í dag fyrir norðan. Skólabörn fengu sum hver far á snjóþotu á leið í leikskólann í morgun en önnur börn örkuðu hjálparlaust með skólatöskurnar.

Meiri snjór er nú á Akureyri en um langt skeið og mega íbúar enn bíða vorsins. Veturinn hefur þó verið mildur heilt yfir en nú er um 60 cm jafnfallinn snjór á Akureyri.

En þótt snjórinn geti verið til trafala, eins og dæmin sanna, er því ekki að neita að hann gerir umhverfið líka fallegra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×