Innlent

Fyrsta skóflustungan tekin að byggingu Háskólatorgs

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Björgólfur Guðmundsson, formaður stjórnar Háskólasjóðs h/f Eimskipafélags Íslands, tóku í sameiningu fyrstu skóflustunguna að Háskólatorgi í morgun. Ekki dugði minna til en stærðarinnar skurðgrafa enda miklar framkvæmdir framundan. Háskólatorgið á að rísa á túninu á milli aðalbyggingar Háskóla Íslands og íþróttahússins. Háskólatorgið er samheiti tveggja bygginga og verður alls 8500 fermetrar að stærð. Fyrri byggingin mun rísa á umræddum stað en sú síðari mun rísa þar sem nú er bílastæði milli Lögbergs, Nýja Garðs, Árnagarðs og Odda og á milli byggingana verða tengibyggingar. Háskólatorgi er ætlað að hýsa margvíslega þjónustu fyrir stúdenta svo sem Bóksölu stúdenta, Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands, Nemendaskrá háskólans, skrifstofur og lesrými.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×