Innlent

Vélsleðaslys við Kirkjufellsvatn

Vélsleðaslys varð við Kirkjufellsvatn, sem er um 10 kílómetra norðan við Landmannalaugar á fjórða tímanum. Lögreglan í Vík í Mýrdal segir að fátt sé vitað um tildrög slyssins ennþá, annað en að maður liggi þar með bakmeiðsli. Tveir björgunarsveitarbílar eru á leið á slyssstað og þyrla Landhelgisgæslunnar sömuleiðis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×