Innlent

Opnað í Hlíðarfjalli

Opnað var í Hlíðarfjalli í morgun klukkan 10 og verður opið til klukkan 17 í dag.

Í tilkynningu frá starfsfólki Hliðarfjalls segir að útlit sé fyrir góðan skíðadag, vestan 2 metrar á sekúndu og 8 stiga frost.

Göngubraut var troðin nú um hádegisbil en færið er þurr troðinn snjór og framleiddur snjór. Fimm lyftur eru opnar í Hlíðarfjalli í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×