Erlent

Róm ræðst á BBC

Benedikt páfi
Benedikt páfi

Kaþólska kirkjan hefur sakað breska ríkisútvarpið um að ráðast gegn Páfa með fordómum. Í fréttaskýringaþættinum Panorama er birt efni skjals sem sagt er hvetja til yfirhylminga í tilfellum þar sem prestar eru ásakaðir um kynferðisbrot gegn börnum. Páfi er sagður hafa útbúið skjalið árið 1962, þegar hann var enn kardináli. Kaþólska kirkjan segir skjalið visa til misnotkunar valds, ekki til kynferðislegrar misnotkunar, en BBC stendur við efni þáttarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×