Innlent

Dagur vill málefni aldraðra til sveitarfélaganna

MYND/Valgarður Gíslason

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segir að Samfylkingin muni beita sér fyrir því að málefni aldraðra færist alfarið yfir til sveitarfélaganna.

Dagur segir þetta verði eitt af kosningamálum Samfylkingarinnar í Reykjavík, hann segir það muni spara pening þegar upp er staðið, ef málefni aldraðra eru öll á einni hendi. Hann vill að gerði verði úttekt á þörfum aldraðra og lausnir miðaðar við það. Dvöl aldraðra á sjúkrahúsum, þegar þeir þurfa ekki að vera þar, sé bæði kostnaðarsöm og óásættanleg lausn fyrir viðkomandi.

Hann segir reynsluna af flutningi skólanna til sveitarfélaganna góða og að Reykjavíkurborg hafi getað leyst vandamál tengd manneklu hjá dvalarheimilum og leikskólum með hækkuðum launum. Þetta sé eina lausnin við vandamálum tengdum óánægju starfsmanna og mikilli starfsmannaveltu henni tengdri.

Dagur bendir á að ýmis samtök eldri borgara og aðstandenda þeirra styðji flutning málefna aldraðra til sveitarfélaganna. Félag eldri borgara og Aðstandendafélag aldraðra telja þetta farsælustu lausnina fyrir heildstæða lausn á ýmsum málum aldraðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×