Lífið

Æðri kóngafólki?

Sharon Stone lítur stórt á sig.
Sharon Stone lítur stórt á sig.

Sharon Stone er ekki vel liðin í Noregi þessa dagana. Leikkonan var viðstödd hátíðarmálsverð vegna afhendingu friðarverðlauna Nóbels í Osló um síðustu helgi, en slíkir viðburðir lúta ströngum reglum um veisluhald og borðsiði.

Svo virðist þó sem eitthvað hafi gleymst að fara yfir þessi atriði með Stone. Reglum samkvæmt eiga tignustu gestirnir, í þessu tilfelli konungshjónin, að ganga síðust allra í salinn, og eiga þá allir gestir að vera sestir. Stone kom hins vegar heilum tíu mínútum á eftir konungshjónunum og sendi þar með þau skilaboð að hún sé æðri konungshjónunum. Atvikið olli miklu uppnámi í Noregi og hefur hneykslunarbréfum almennings rignt yfir fjölmiðla þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.