Innlent

Segir árásina morðtilraun

Heimilislaus Íslendingur, Haraldur Sigurðsson, sem var kastað fyrir lest í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld, segist lítið muna eftir sekúndunum þegar hann lá undir lestinni. Hann segir árásina ekkert annað en morðtilraun því að á upptökum úr öryggismyndavélum sjáist að árásarmaðurinn bíði á brautarpallinum til að sjá þegar lestin keyri yfir Harald en labbi svo í burtu.

Mikil mildi er að Haraldur hafi sloppið með skurði á andliti og líkama, en hann lenti á milli teina og lagðist niður þegar hann heyrði í lestinni á bak við sig. Hann segist þó taka lífinu af æðruleysi og hugsi mest lítið um -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×