Innlent

Höft festu starfsmannaleigur í sessi

Takmarkanir á frjálsu flæði vinnuafls frá nýju EES-ríkjum síðustu 2 ár hafa fest starfsmannaleigur í sessi að mati Samtaka atvinnulífsins.

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaformaður ASÍ var harðorð í garð atvinnurekenda í hátíðarræðu sinni á Ingólfstorgi í gær. Sagði þá hlunnfara erlent verkafólk í gegnum starfsmannaleigur og þjónustuviðskipti. Hún sagðist ekki skilja hvernig fólk sem níddist á launafólki gæti sofið á næturnar.

Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins segri að þótt vissulega megi finna svarta sauði í röðum atvinnurekenda sé staðan ekki jafn svört og Ingibjörg lætur í verði vaka. Ef upp hafi komist um svik eða vanefnidr hjá fyrirtækjum innan samtakanna hafi því verið kippt í liðinn, oft með því að fyrirtækin ráði launamennina beint til sín og hætti að skipta við starfsmannaleigurnar.

Hins vegar sé það staðreynd segir Ragnar, eins og SA hafi bent á, að frestun á opnun íslenska vinnumarkaðarins fyrir launþegum frá nýjum EES-ríkjum fyrir tveimur árum, hafi fest starfsmannaleigur í sessi hér á landi. Þetta hafi verið gert að frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×