Innlent

Engar breytingar á vöruúvali í komufríhöfninni

Árni Matthiesen fjármálaráðherra segir að ekki standi til að gera neinar breytingar á vöruúrvali í komufríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samtök verslunar og þjónustu hafa sótt fast að allar vörutegundir nema áfengi og tóbak verði fjarlægðar úr komufríhöfninni. Fjármálaráðherra svaraði því hins vegar á Alþingi í dag að engar áætlanir væru um að takmarka vöruframboðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×