Þrjátíu og átta hjón eða sambúðarfólk á eftirlaunum hér á landi búa hvort í sínu lagi vegna plássleysis á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur Samfylkingu í fyrirspurnartíma á Alþingi sem nú stendur yfir. Ráðherra segir þetta fyrst og fremst stafa af því að þeir sem lengst hafi beðið í brýnni þörf eftir vist á hjúkrunarheimili hafi forgang, og oft sé það þannig í tilvikum hjóna eða sambúðarfólks að aðeins annar einstaklingurinn sé í brýnni þörf, til dæmis vegna veikinda, en hinn ekki.
Aldraðir búa aðskildir vegna skorts á hjúkrunarrými

Mest lesið

Bensínbrúsar inni í íbúðinni
Innlent




Sást ekki til sólar fyrir mýi
Innlent

Maðurinn kominn í leitirnar
Innlent



