Innlent

Öskubuska á fjölunum í óperunni

Leikarar í Öskubusku

Æfingum fer senn að ljúka á Öskubusku eftir Rossini og verður hún frumsýnd í Íslensku Óperunni á sunnudaginn kemur, 5. febrúar.

 

Sesselja Kristjánsdóttir syngur hlutverk Öskubusku en Garðar Thor Cortes fer með hlutverk prinsins. Rossini fylgir ekki fullkomlega sögunni eins og hún birtist hjá Grimms-bræðrum heldur tekur sér skáldaleyfi. Verkið er samið fyrir tæpum tveimur öldum þegar ekki mátti sjást í fót og því er hinn frægi glerskór ekki með heldur er það hanski Öskubusku sem hjálpar prinsinum að finna hana. Ástin sigrar því að lokum eins og vera ber.

Þetta er í fyrsta skipti sem verkið er sett upp á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×