Innlent

Íslendingar lítt hrifnir af hvalkjöti

Íslendingar eru lítt hrifnir af hvalkjöti samkvæmt niðurstöðum í skoðanakönnun Gallup sem gerð var að beiðni Alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW. Um 90% aðspurðra í könnuninni segjast ekki hafa keypt hvalkjöt í að minnsta kosti eitt ár.

Alls tóku 1300 manns á aldrinum 16-75 ára þátt í skoðanakönnun Gallups. 86% þátttakenda segjast ekki hafa keypt hvalkjöt í að minnsta kosti eitt ár og aðeins 2,5% þátttakenda keyptu hvalkjöt þrisvar sinnum eða oftar síðastliðna 12 mánuði. Árið 1986 setti Alþjóðahvalveiðiráðið bann við hvalveiðum og því var bannað að veiða hval við Íslandsstrendur allt þar til í ágúst 2003 þegar vísindaveiðar Íslendinga hófust á hval. Sala á hvalkjöti er takmörkuð við fjölda þeirra dýra sem veidd eru árlega í vísindaskyni. En gæti verið að hvalveiðibannið hafi haft áhrif á neyslu Íslendinga á hvalkjöti? Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands telur að skýringuna á þessari litlu sölu hvalkjöts megi eftilvill rekja til breyttra neysluvenja á mat, bæði hér á landi og erlendis á síðustu 20-25 árum. Hann telur jafnframt að það sé einkum eldra fólk sem sé að kaupa hvalkjöt þó yngra fólk prófi það kannski einhvern tíman.

Steingrímur Sigurðsson fisksali í fiskbúðinni Vegamót. segir alltaf sé eitthvað keypt af hvalkjöti og þá aðallega nú á þorranum og til að grilla á sumrin. Hann segir nokkurn aldusmun á kaupendum hvalkjöts og það sé yfirleitt eldra fólk sem kaupi kjötið en þó sé nokkuð um að yngra fólk sé að prófa að grilla hvalkjöt á sumrin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×