Innlent

Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga

Göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga opnaði í dag á Landspítalanum við Hringbraut. Þúsundir Íslendinga þjást af átröskun og nokkur fjöldi þeirra deyr af völdum sjúkdómsins á ári hverju. Um þrjú til fimmþúsund manns á Íslandi eru haldin átröskunarsjúkdómi. Við meðhöndlun ná 60 prósent sjúklinga fullum bata en ef hann er ekki meðhöndlaður þá dregur hann um 20% sjúklinga til dauða. Átröskunarsjúklingar þurfa mjög sértæka hjálp. Göngudeildin er hluti af geðdeild Landspítalans og mun geta tekið á móti sex til átta sjúklingum á dag. Enn eru þó tvær til fjórar vikur í að hún geti tekið á móti sjúklingum því ekki hefur tekist að klára að innrétta hana.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×