Innlent

Hátt í 55 þúsund hafa skilað framtölum á Netinu

Frestur til að skila inn skattframtölum til ríkisskattstjóra rennur út á miðnætti í kvöld en klukkan sex höfðu 54.780 skilað inn framtali á Netinu samkvæmt upplýsingum á heimasíðu ríkisskattstjóra, rsk.is. Um 53 þúsund þeirra hafði almenningur fyllt út en hátt í 1700 þeir sem hafa atvinnu af framtalsgerð. Þeir sem eru vakna upp við vondan draum og átta sig á því að þeir eiga eftir að fylla út framtalið geta sótt um frest til að skila því á heimasíðu ríkisskattstjóra. Talið er að níu af hverjum tíu skili framtali sínu rafrænt, en um 230.000 Íslendingar eru á skattgrunnskrá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×