Innlent

Herra Ísland segist ekki hafa brotið samninginn

Fyrrum Herra Ísland, Ólafur Geir Jónsson
Fyrrum Herra Ísland, Ólafur Geir Jónsson MYND/Haraldur
Eftirfarandi yfirlýsing fyrrum Herra Íslands, Ólafi Geir Jónssyni er hér birt í heild sinni.

"Ég harma ákvörðun eigenda keppninnar Herra Ísland að svipta mig titli. Ástæðan sem mér var gefin var sú að ég hafi kynnt hjálpartæki í Splashþættinum og hafi bloggað um daginn og veginn. Farið var fram á að ég myndi hætta með sjónvarpsþáttinn, en þátturinn er starfið mitt. Ég breytti starfsháttum mínum í þættinum eftir að þjóðin kaus mig Herra Ísland. Þar að auki gerði ég Elínu Gestsdóttur grein fyrir þættinum í upphafi keppninnar. Ef þátturinn á ekki samleið með titlinum Herra Ísland, af hverju greindi Elín mér ekki frá því þá? Einnig tel ég að það sem haft var eftir henni í Hér og Nú, "þjóðin kaus hann og við sitjum uppi með hann" sé mjög niðurlægjandi fyrir mig. Elín hefur frá upphafi ekki verið sátt við kjörið, enda sagt mér að ég hefði ekki unnið hefði verið dómnefnd að störfum. Ég lít svo á að ég hafi ekki skaðað ímynd Herra Íslands né brotið gildandi samning, enda sagði Elín það í samtali við Hér og Nú. Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég vann að ég yrði að haga mér öðruvísi og hef gert það. En að einstaklingar sem bera sigur úr býtum þurfi að láta af störfum sínum,megi ekki halda úti heimasíðu, eru heldur miklar kröfur þar sem Herra Ísland er titill, en ekki launað starf. Ég vil þakka öllum þeim sem kusu mig, það var mikill heiður að hljóta titilinn".

Undir yfirlýsinguna skrifar Ólafur Geir Jónsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×