Innlent

Skoða kosti þess að sameinast

MYND/GVA

Hafnarsamlag Eyjafjarðar og Hafnarsamlag Norðulands skoða nú kosti þess að sameinast. Á vefsíðunnni dagur.net er fjallað um að vegna sameiningar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, að þá hafi verið fjallað um það í skýrslu Rannsóknarstofnunnar Háskólans á Akureyri, hvernig skylda fara með hafninar á þeim stöðum, en Siglufjarðarhöfn hefur staðið utan hafnarsamlaga. Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt fyrir sitt leiti að stjórnir hafnarsamlaganna taki upp viðræður um hagkvæmni þess að sameina hafnarsamlögin. Það gerist í kjölfar erindis frá Hafnarsamlagi Eyjafjarðar þar sem óskað er eftir viðræðum. Hlutverk hafna og fjárhagsumgjörð hefur verið að breytast og við því er verið að bregðast. M.a. er horft til Faxaflóahafna þar sem sameinaðar hafa verið stórar hafnir á mesta þéttbýlissvæði landsins. Það er mikilvægt að hafnir við Eyjafjörð verði skoðaðar sem heild og að menn átti sig á möguleikum þeirra, hverrar fyrir sig og í samvinnu eða samlagi. Það er liður í því að efla Eyjafjörð. Að því er segir á vefsíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×