Innlent

Minna tóbak til unglinga

MYND/Þorvaldur Ö. Kristm

Forvarnarnefnd Hafnarfjarðar kannaði í liðinni viku hversu margir sölustaðir seldu unglingum tóbak. Af 23 sölustöðum gátu tvær 15 ára tálbeitur keypt tóbak á 7 stöðum. Síðast þegar sambærileg könnun fór fram féllu 59% sölustaða á prófinu en rétt um 30% núna og því ljóst að kaupmenn eru að taka sig á.

Margir söluaðilar hafa nú sett sér stöðugt skýrari reglur til að tryggja að aldurstakmörk séu virt og eiga gott samstarf við forvarnarnefnd þar að lútandi. Þeir staðir sem selja unglingum tóbak mega búast við því að fá áminningu frá Heilbrigðiseftirlitinu eða verða jafnvel sviptir tóbakssöluleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×