Innlent

Alþjóðlegt skíðamót í Bláfjöllum

 

Icelandair Cup mótaröðin hefur verið flutt frá Akureyri vegna veðurs um helgina og verður haldin í Bláfjöllum. Þar er nú nægur snjór til mótahalds en annars er ekki opið í lyfturnar fyrir almenna skíðamenn. Keppt verður í tveimur svigmótum í dag og einu í Kóngsgili á morgun.

 

Þarna verður fjöldi erlendra þátttakenda frá 14 þjóðum. Meðal keppenda eru Eva Kurfurstova frá Tékklandi en hún er nr. 50 á heimslista alþjóða skíðasambandsins í svigi kvenna, Mitja Valencic (nr. 41 í svigi karla) og Ales Gorza (nr. 37 í stórsvigi karla).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×