Ráðherrar neita ábyrgð 30. mars 2006 11:57 Hvorki heilbrigðisráðherra né fjármálaráðherra segjast bera ábyrgð á kjarasamningum við starfsfólk á hjúkrunarheimilum, sem fór í setuverkfall í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í morgun að fjármálaráðherra gæti ekki hlaupist undan ábyrgð í þessu máli. Níu hundruð starfsmenn á dvalarheimilum aldraðra fóru í setuverkfall í gærdag og fengu hundruð íbúa á þessum heimilum ekki fulla þjónustu vegna þessa. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður samfylkingarinnar hvatti sér hljóðs um dagskrá þingsins í upphafi þingfundar í morgun, til að ræða kjör ófaglærðs starfsfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra. Hún krafði heilbrigðis- og fjármálaráðherra um svör. Ásta Ragnheiður sagði dýrt að borga svo lág laun því sífellt þyrfti að ráða nýtt fólk. Hún sagði þó nokkuð af rúmum standa auð vegna manneklu og það væri óásættanlegt á meðan 350 aldraðir biðu eftir plássi. Fjármálaráðherra svaraði því til að kjarasamningar við umrædda starfsmenn væru ekki á ábyrgð fjármálaráðherra, þetta væru starfsmenn einkafyrirtækja sem hefðu gert samning við ríkið. Hann sagði málið frekar heyra til heilbrigðisráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði fjármálaráðherra ekki geta afsalað sér ábyrgð því dvalarheimilin væru rekin af ríkinu með þjónustusamningum. Hún kallaði það kaldar kveðjur til starfsfólks dvalarheimilanna ef fjármálaráðherra segðist ekkert ætla að gera í málinu. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, skildi ekki í því að málinu væri vísað til hennar, því heilbrigðisráðuneytið færi ekki með samningsvald í þessu landi. Hún sagði ekki á sinni ábyrgð að semja við þetta fólk. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði rót vandans vera úrelt daggjaldakerfi og sagði með ólíkindum að sjá heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra vísa ábyrgðinni hvor á annan, án þess að nokkur væri tilbúinn að axla ábyrgð á stöðunni. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Hvorki heilbrigðisráðherra né fjármálaráðherra segjast bera ábyrgð á kjarasamningum við starfsfólk á hjúkrunarheimilum, sem fór í setuverkfall í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í morgun að fjármálaráðherra gæti ekki hlaupist undan ábyrgð í þessu máli. Níu hundruð starfsmenn á dvalarheimilum aldraðra fóru í setuverkfall í gærdag og fengu hundruð íbúa á þessum heimilum ekki fulla þjónustu vegna þessa. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður samfylkingarinnar hvatti sér hljóðs um dagskrá þingsins í upphafi þingfundar í morgun, til að ræða kjör ófaglærðs starfsfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilum aldraðra. Hún krafði heilbrigðis- og fjármálaráðherra um svör. Ásta Ragnheiður sagði dýrt að borga svo lág laun því sífellt þyrfti að ráða nýtt fólk. Hún sagði þó nokkuð af rúmum standa auð vegna manneklu og það væri óásættanlegt á meðan 350 aldraðir biðu eftir plássi. Fjármálaráðherra svaraði því til að kjarasamningar við umrædda starfsmenn væru ekki á ábyrgð fjármálaráðherra, þetta væru starfsmenn einkafyrirtækja sem hefðu gert samning við ríkið. Hann sagði málið frekar heyra til heilbrigðisráðuneytisins. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði fjármálaráðherra ekki geta afsalað sér ábyrgð því dvalarheimilin væru rekin af ríkinu með þjónustusamningum. Hún kallaði það kaldar kveðjur til starfsfólks dvalarheimilanna ef fjármálaráðherra segðist ekkert ætla að gera í málinu. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, skildi ekki í því að málinu væri vísað til hennar, því heilbrigðisráðuneytið færi ekki með samningsvald í þessu landi. Hún sagði ekki á sinni ábyrgð að semja við þetta fólk. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sagði rót vandans vera úrelt daggjaldakerfi og sagði með ólíkindum að sjá heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra vísa ábyrgðinni hvor á annan, án þess að nokkur væri tilbúinn að axla ábyrgð á stöðunni.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira