Innlent

Ísólfur Gylfi býður sig ekki fram til þings

MYND/Jón Sigurður
Ísólfur Gylfi Pálmason, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, ætlar ekki að bjóða sig fram til þings í komandi Alþingiskosningum. Í yfirlýsingu frá Ísólfi Gylfa, sem jafnframt er sveitarstjóri Hrunamannahrepps, eru ekki tilgreindar neinar sérstakar ástæður, en stuðningsmönnum er þakkað fyrir samstarfið. Prófkjör verður meðal Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi í janúar.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×